141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[13:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta bendir á ákveðna hættu sem er fólgin í því að fara að gefa sér einhverjar forsendur í fjárlagafrumvarpi sem standast ekki endilega. Þannig er mál með vexti að laun hafa almennt hækkað undanfarin tvö ár umfram verðlag. Hér er hins vegar gert ráð fyrir að þau hækki minna en verðlag, þ.e. að það verði skerðing á ráðstöfunarfé fólks sem munar þessum 3,25%, hækkun á lífeyrisgreiðslum og 4,6% hækkun á verðlagsforsendum fjárlaga.

Ég held menn ættu alla vega að leiðrétta það aftur í tímann þegar kemur í ljós eftir árið hvernig hin raunverulega staða var. Annars lendum við í því að haldið er áfram að skerða hjá lífeyrisþegum og öðrum sem þiggja bætur, miðað við hver raunveruleikinn varð.