141. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[13:53]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hefði kannski átt að segja að þegar við tölum um hækkunina upp á 3,25 gerum við það í sambandi við fæðingarstyrki og annað sem er hækkað í krónutölum. Það sem fólk fær greitt í fæðingarorlofi tengist tekjum viðkomandi og er ákveðið hlutfall af þeim. Það tekur hækkunum í samræmi við launaþróunina hjá viðkomandi einstaklingi innan þeirra marka sem sett eru, þ.e. 350 þús., sú breyting kemur fram þar. Ég vona að það svari því sem hv. þingmaður var að spyrja um.