141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

bætur til kartöflubænda í Þykkvabæ.

[13:58]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það var mat þáverandi stjórnvalda að ekki væri ástæða til að grípa til aðgerða. Það eru sömu stjórnvöld í dag og voru þá. Í báðum tilvikum var um að ræða hamfaraveður, reyndar frost og hret. Það voru sömu ástæður og sömu vandamál og það gengur ekki að hæstv. ráðherra tali eins og hann gerir í þessu efni, að hann fari undan í flæmingi. Ég skil vel að ráðherra fari varlega í að lofa en það er engu að síður engin spurning að þarna er búið að mismuna bændum eftir því í hvaða matvælaframleiðslu þeir eru og það eigum við ekki að láta yfir okkur ganga. Það bara gengur ekki.