141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

um fundarstjórn.

[14:15]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hv. formaður umhverfis- og samgöngunefndar svari því sem til hans er beint. Ég er komin hingað til að vekja athygli á því að það mál sem hv. þingmaður ræddi áðan er frumvarp til laga um breytingu á lögum sem voru samþykkt í þinginu með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sat hjá og enginn var á móti. Þetta frumvarp hefur verið til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd frá því í haust og það er ekki alveg sjálfgefið þegar komið er inn í miðja umræðu á öðru máli að því sé frestað og beðið með frekari umfjöllun meðan farið er í 2. og þá væntanlega 3. umr. um frumvarp þó að málin kunni að vera skyld.

Það er eitt ákvæði þarna sem tekur til þess máls sem við erum nú að byrja umræðu um og það er sjálfsagt að skoða það en annað ekki.