141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

um fundarstjórn.

[14:26]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Rammaáætlun var vel unnin með verkviti og reynslu sérfræðinga. Það var lögð áhersla á að það væri til að ná sátt. Rammaáætlun er eitt af stóru málunum sem menn verða að vinna til sátta, annars heldur vitleysan endalaust áfram. Þetta var gert undir forustu Svanfríðar Jónasdóttur og var mjög vel unnið. Síðan fór það inn í lófa stjórnmálanna og þá byrjaði bögglauppboðið, ekki bara pólitískt hringleikahús heldur fúskvinnubrögð og ekki bara það heldur líka fullt af hroka sem hefur komið fram í umræðunni í dag.

Það er engin spurning að það er grundvallaratriði (Forseti hringir.) að þetta mál sé unnið til sátta, annars tekur það ekki enda.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður þingmenn um að gæta orða sinna í ræðustól Alþingis.)