141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[17:16]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Áhrifasvæði geta verið tvenns konar. Áhrifasvæði virkjana, sem við köllum stundum þéttingarsvæði í mengunarvörnum, eru okkur öllum kunn. En áhrifasvæði fyrir vernduð svæði er kannski nýtt hugtak í umfjöllun okkar um náttúruvernd eða nýtingu landsvæða. Það er það sem verið er að tala um þarna. Við þekkjum þetta mjög vel frá reglum UNESCO við skráningu á heimsminjalistana. Þar eru tiltekin svæði útnefnd, en síðan eru áhrifasvæðin rakin vegna þess að það sem gerist á þeim svæðum hefur ótvírætt áhrif á hið verndaða svæði. Það er þetta sem verið er að meina þegar talað er um áhrifasvæði vegna Vatnajökulsþjóðgarðs. Þannig er Þingvallavatn (Forseti hringir.) áhrifasvæði eða „buffer zone“ fyrir menningarminjarnar á Þingvöllum.