141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[22:47]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað er erfitt að fara fram með mat eins og verkefnisstjórninni var ætlað að gera í ljósi þess að hún þurfti að smíða aðferðafræðina um leið og hún reyndi að átta sig á því verkefni sem henni var falið í erindisbréfi. Það skýrir náttúrlega að erfitt var að meta hina samfélagslegu þætti.

En þá aftur að þeim atriðum sem meiri hluti nefndarinnar telur að horfa þurfi til. Hv. þingmaður talaði aðallega um varúðarregluna, en á bls. 24 koma fram atriði í mörgum stafliðum sem nefndin telur rétt að næsta verkefnisstjórn hafi í huga. Mér finnst einhvern veginn eins og menn séu að rugla saman því sem verkefnisstjórn á að gera og svo því sem þeir sem veita eiga endanlegt framkvæmdarleyfi eiga að gera. Menn líta kannski þannig á að löggjafinn og verkefnisstjórn eigi að taka að sér (Forseti hringir.) að meta hvort einhvern tíma skuli gefið út framkvæmdarleyfi.