141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:12]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé alveg augljóst í ljósi þessa að það er nauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn í landinu. Það er með ólíkindum að horfa upp á verklagið hjá ríkisstjórninni í þessum málaflokki. Það verður dálítið fróðlegt að fylgjast með kosningabaráttunni í Suðurkjördæmi í aðdraganda næstu kosninga. Hvar ætla samfylkingarmenn að slíta atkvæðin upp þar? Á Reykjanesi þar sem atvinnuleysi er hvað mest á landinu? Ætla hv. þingmenn Oddný G. Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson að ræða við íbúa í Reykjanesbæ og segja að þessi flokkur hafi einhverja atvinnustefnu? (Gripið fram í.) Þetta er flokkurinn sem kemur í veg fyrir að farið verði í heilmiklar fjárfestingar í kjördæminu. Það verður trúlega erfitt að stýra kosningabaráttu Samfylkingarinnar í því kjördæmi, að minnsta kosti mundi ég ekki vilja vera kosningastjóri fyrir þetta blessaða fólk með þetta mál á bakinu. Það er með ólíkindum að verða vitni að þessu ráðslagi.