141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:08]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta um.- og samgn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ágæt spurning og snertir akkúrat kjarna deilunnar um þessa niðurstöðu. Ég hef áhyggjur af því að margir af þeim kostum sem eru í nýtingarflokki, miðað við niðurstöðu ráðherranna og meiri hlutans í umhverfis- og samgöngunefnd, séu töluvert langt undan. Ég sé að minnsta kosti að suma hverja þarf að vinna töluvert mikið í, rannsaka og undirbúa miklu meira áður en hægt er að ráðast í þá. Ég held að hvað sem líður niðurstöðunni um einstakar virkjunarframkvæmdir í því sambandi muni þeir kostir koma til sögunnar töluvert síðar en þeir sex kostir sem færðir voru úr nýtingarflokki niður í biðflokk.

Ég held að vatnsaflsvirkjanirnar (Forseti hringir.) á miðhálendinu og í neðri hluta Þjórsár hafi einfaldlega verið (Forseti hringir.) þeir kostir sem næstir voru okkur í tíma og hægt (Forseti hringir.) að ráðast í hvað fyrst. Ég kem að hinum síðar.