141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:10]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmanni varð líka tíðrætt um, sérstaklega í andsvörum við aðra þingmenn, vonbrigði sín með það að tillagan eins og hún kom frá verkefnisstjórninni skyldi ekki koma óbreytt hingað til þings. Nú er gert ráð fyrir því í lögunum sem Alþingi samþykkti um rammaáætlun að það ætti sér stað víðtækt samráðsferli eftir að verkefnisstjórnin skilaði af sér áður en þingsályktunartillagan liti dagsins ljós. Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann: Telur hann að ekki hafi verið fylgt löglegu ferli vegna áætlunarinnar og hefði þingmaðurinn kosið að þær umsagnir og ábendingar sem komu fram á síðari stigum, og Alþingi gerði ráð fyrir að mundu berast, yrðu að engu hafðar?