141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:12]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég satt best að segja iðaði í skinninu í dag og í allt kvöld að fara í andsvör við marga hv. þingmenn en hef setið á mér til að lengja ekki frekar að svo stöddu þessa mikilvægu umræðu og framgang málsins. Mig langar hins vegar að spyrja hv. þm. Birgi Ármannsson að því hvort hann telji ófaglegt að taka Hveravelli út fyrir sviga í niðurstöðum flokkunarhóps eða formannahóps og hvort hann telji einnig ófaglegt að taka Eyjadalsárvirkjun út fyrir sviga. Hér er mikið talað um hið gríðarlega faglega starf sem hafi átt sér stað og það er rétt en það er hins vegar ekki óskeikult.

Þessir kostir voru teknir út fyrir sviga af því að (Forseti hringir.) að þeir fóru á svig við gildandi lög eða út fyrir þann ramma. (Forseti hringir.) Það varð samt niðurstaða formannahópsins að taka vel í það. Telur hv. þingmaður að (Forseti hringir.) niðurstöðurnar séu óskeikular og það beri tvímælalaust vitni um pólitísk fingraför (Forseti hringir.) að reyna að leiðrétta það sem út af hefur borið?