141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:39]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að ítreka beiðni mína um að þeim ráðherrum sem óskað er eftir í umræðuna verði gert viðvart um þá beiðni þingmanna þannig að þeir geti komið hér og við getum átt orðastað við þá um þetta mikilvæga mál.

Vakin hefur verið athygli á því að talsmaður málsins er heldur ekki hér til andsvara fyrir nefndina og það vekur auðvitað upp ákveðnar spurningar. Ef menn velja sér að stýra þinghaldinu þannig að stór mál eins og þetta, sem lengi hefur legið fyrir að umræður yrðu um og menn þyrftu að lýsa sínum skoðunum á því, séu rædd á næturnar á það ekki að breyta neinu um það hvort orðið verði við óskum um viðveru ráðherra í þingsalnum sem og talsmanns málsins. (Forseti hringir.) Tímasetning umræðunnar á ekki að hafa áhrif á það.