141. löggjafarþing — 51. fundur,  12. des. 2012.

viðvera ráðherra og framsögumanns máls.

[15:39]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir kröfur og óskir frá hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni. Við kölluðum eftir því í nótt að ráðherrar málsins yrðu viðstaddir umræðuna, og einnig sá sem hefur með málið að gera innan umhverfis- og samgöngunefndar. Ég tek það fram að hv. formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, hefur reyndar setið hér og fylgst með allri umræðunni, en hv. þm. Mörður Árnason kom sérstaklega í ræðustól í gær og gerði grein fyrir því að hann væri ábyrgðarmaður málsins. Það er eðlilegt að við köllum eftir viðveru hans við málið og ekki síður ráðherranna. Þær skýringar sem voru gefnar í nótt af hálfu hæstv. forseta eru algerlega ófullnægjandi. Ekki er hægt að segja að ráðherra beri ekki lengur ábyrgð á málum þegar þau eru komin til umfjöllunar í þinginu. Ráðherra leggur fram þetta mál. (Forseti hringir.) Ráðherra þarf að svara ýmsum spurningum sem þingmenn þurfa að bera fram spurningar við hann. Ég hvet hæstv. forseta til að sjá til þess að hæstv. ráðherra verði viðstaddur umræðuna í dag.

(Forseti (ÁRJ): Ef óskað er eftir því að ráðherra sé kallaður til verður hann að sjálfsögðu kallaður til.)

Við fengum þá skýringu í nótt …