141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég haldi mig yfirleitt við þennan tímaramma. Það er rétt að við þurfum að fara varlega og þess vegna finnst mér einmitt sú stefna röng að það sé svo erfitt að rannsaka í biðflokki. Mér finnst að það eigi að gera mikið liprara og léttara að rannsaka virkjanir í biðflokki sem mér skilst að séu takmarkaðar vegna þess að sú tækni er bara langt í frá fullmótuð.

Það má vel vera að eftir nokkur ár komi tækni í skáborunum þannig að hægt sé að nýta Krýsuvíkursvæðið og jafnframt njóta þess. Það ættum við að gera sem víðast eins og sérstök könnunarmerki sem eru orðin „attraction“, ferðamenn sækja í að skoða þær virkjanir. Líka Hellisheiðarvirkjun en það er kannski dálítið öðruvísi sjónarhorn fyrir þá sem þekktu svæðið áður en það var virkjað.

Ég tek alveg undir það og mér finnst menn vera að eyðileggja rammaáætlun með því að fara út úr þessu samkomulagi.