141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

lengd þingfundar.

[13:32]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ein af ástæðum þess að ég greiði atkvæði gegn því að þingfundur standi lengur er sú að heldur hefur vantað upp á að hæstv. ráðherrar hafi verið tilbúnir til að koma á kvöldfundi og næturfundi til að taka þátt í umræðum. Einnig vekur athygli að framsögumaður málsins, hv. þingmaður, er fjarri. Ég leggst gegn því að halda hér kvöldfundi og nefni í það minnsta að þá verði gerðar ráðstafanir til að tryggja að þeir ráðherrar sem að málinu koma, sem eru fjölmargir, verði tilbúnir til að taka þátt í umræðunni í dag, í kvöld og ef málið gengur lengra fram á kvöldið.