141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

lengd þingfundar.

[13:35]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði gegn lengingu þingfundar og það rökstyð ég meðal annars með því að hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur haldið hér margar mjög innihaldsríkar ræður um þetta mikilvæga mál og varpað fram fjöldanum öllum af spurningum sem ég á eftir að heyra hæstv. ráðherra svara. Það er mjög sorglegt (Gripið fram í.) þegar hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir kemur fram með svo mikilvægar spurningar að við skulum ekki fá svör við þeim. [Frammíköll í þingsal.] Þess vegna óska ég eftir því og tek undir með öðrum hv. þingmönnum að hæstv. ráðherrar sitji hér í salnum og hlýði á umræðuna og taki virkan þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. (ÁÞS: Þá þarf að vera fundur.)