141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:21]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ítreka að ég tel nauðsynlegt að þessi fundur fari fram, að þessar nefndir fundi saman með ASÍ. Það má vel vera rétt, og ég efast ekki um orð hv. þm. Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, að ASÍ hafi getað gert athugasemdir við þingsályktunartillöguna á sínum tíma. En það er samhengið sem við erum að tala um, atvinnumálin, rammaáætlunin og það að ASÍ telur að hér sé ekki verið að að standa við gerða samninga. ASÍ hótar eða lýsir því öllu heldur yfir að það slíti öllum tengslum við ríkisstjórn Íslands. Þetta hlýtur að vera alvarlegur hlutur og því mælist ég til þess, virðulegi forseti, að virðulegur forseti (Forseti hringir.) beiti sér fyrir því að þessi fundur verði haldinn þannig að þetta ferli allt saman komist á einhverjar vitrænar nótur.