141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórn Íslands kemur fram með þau rök í dag, eftir að ASÍ birti þessa auglýsingu, að um væri að ræða rakalausar ásakanir á hendur ríkisstjórninni. Það eitt segir okkur að nú verði að fresta þessari umræðu, koma á fundum í umhverfisnefnd og atvinnuveganefnd til þess að heyra ofan í talsmenn Alþýðusambands Íslands.

Þegar ég vann hjá Alþýðusambandi Íslands, virðulegi forseti, voru þar 112 þús. félagsmenn. Við erum að tala um að 1/3 þjóðarinnar ákallar Alþingi og biður þingmenn um að stoppa þá vitleysu sem birtist í þessari rammaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin hefur svikið lit. Hér er um að ræða ákall til Alþingis. Ég hvet virðulegan forseta til að fresta þessu máli á dagskrá þingsins, að atvinnuveganefnd og umhverfisnefnd komi saman til fundar til þess að geta farið yfir þessi mál (Forseti hringir.) hjá talsmönnum Alþýðusambandsins. Það verður að gerast, virðulegi forseti.