141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[22:39]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ósanngjarnt að maður þurfi að svara á einni mínútu því sem er spurt um á tveimur.

Það er rétt hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni að Ísland er á mjög margan hátt til mikillar fyrirmyndar hvað varðar umhverfismálin. Það sem okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel með eru frárennslismál, sem m.a. var fjallað um í Fréttablaðinu líklega frekar en Morgunblaðinu í dag eða gær, og það er einfaldlega vegna þess að við höfum ekki sett nægilega fjármuni inn í þau. Ríkið bakkaði allt í einu út úr þeim fyrir átta árum og skildi sveitarfélögin eftir, en hefur sett mjög vaxandi kröfur á þau sem þau illa geta staðið undir. Sérstaklega þau sem eru inn til landsins og þurfa á meiri hreinsun að halda.

Varðandi orkugjafann þá erum við einfaldlega sú þjóð sem er komin lengst, og þar sem við höfum hælana eru kannski Norðmenn og Svíar (Forseti hringir.) að krafla í með tánum. Það er enginn vafi á því að við erum þar til fyrirmyndar.