141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:38]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sorgleg staðreynd að ekki er tekið á verkefnunum. Það er látið slugsa og hæstv. ríkisstjórn er heillum horfin og hefur verið það lengstan tíma stjórnarsetu sinnar, ekki bara vegna þessa innbyggða dugleysis heldur ekki síður vegna mikilla deilna innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra.

Það gengur aldrei þegar róa á til fiskjar að margir séu í brúnni sem ætla að stjórna, hvað þá að margir séu á dekkinu. Út úr því kemur ekkert nema eitthvert pólitískt spjall en enginn afli. Það eru bara beinahrúgur sem koma úr þeim trollum á hverju skipi.