141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

ummæli ASÍ og vinnuveitenda.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Forseti. Hv. þingmaður segir: Hvað á ASÍ að leggja í púkkið? Hvaða púkk er það sem hv. þingmaður talar um? Við erum að tala um fordæmalaust hrun sem við höfum staðið í að reyna að endurreisa samfélagið úr á síðustu fjórum árum. (GBS: Og ekkert gengið.) Þar eiga allir að koma að verki, ASÍ er þar ekki undanskilið, hv. þingmaður. (Gripið fram í.) Við höfum verið að reyna að endurreisa fyrirtækin, endurreisa (Gripið fram í.) heimilin með framlagi (Gripið fram í.) í skuldir þeirra til að minnka þær og þar er ASÍ ekki undanskilið. Það væri hægt að flytja langa ræðu um hvað við höfum náð miklum árangri í efnahagsmálunum og atvinnumálunum sem allir viðurkenna (Gripið fram í: Atvinnumálunum?) nema stjórnarandstaðan og að hluta til ASÍ. (Gripið fram í.) Það er staðreynd málsins. (Gripið fram í.)