141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

beiðni um nefndarfund.

[14:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mér skilst að áðan hafi verið nefndarfundir hjá nokkrum nefndum, þar á meðal umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd. Í gær kom fram beiðni, m.a. frá þingmönnum Framsóknarflokksins, um að boðað yrði til fundar og ákveðnir gestir fengnir á fundinn. Eftir því sem mér skilst var ekki orðið við því og vil ég gera miklar athugasemdir við það. Ég tel að það þurfi að halda þennan fund í dag sem allra fyrst til að hægt sé að ræða við þá gesti sem óskað var eftir að kæmu.