141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

beiðni um nefndarfund.

[14:08]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil einmitt ræða þá beiðni sem kom hér fram í gær um að boðað yrði til sameiginlegs fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd með fulltrúum og aðilum vinnumarkaðarins. Það er mjög áríðandi og kom fram í þessari beiðni að þeir fundir yrðu haldnir áður en lokið yrði umræðu um rammaáætlun. Það er því einsýnt að við þurfum að fá svör við því hvort þessir fundir verði haldnir í dag. Hæstv. forseti, sem var á forsetastóli í nótt eða seint í gærkvöldi þegar beiðnin kom fram, vitnaði til þessara funda í nefndunum í hádeginu í dag. Það er engin niðurstaða komin; hún kom alla vega ekki á fundi hv. atvinnuveganefndar áðan. Ég vil bara fá að vita hvort þessir fundir verða haldnir í dag. Að öðrum kosti er það einboðið, virðulegi forseti, að við frestum umræðu um rammaáætlun og tökum til við hana aftur eftir að þessir fundir hafa verið haldnir.