141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:31]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ef til vill í ræðum eins og hér var flutt af hv. þm. Merði Árnasyni sem ég tel að við séum að skemma þetta ferli og náum ekki þeirri breiðustu sátt sem hægt hefði verið að ná. Þegar hv. þingmaður talar um að ég meini að okkur sé að mistakast vegna þess að umræðan sé löng, að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn tali lengi, er það útúrsnúningur og ekkert annað. Ég held að það hafi komið alveg skýrt fram í ræðu minni og fyrirvara. Ég tek auðvitað undir það sem hv. þingmaður segir, það eru aðrir sem vilja ganga miklu lengra í vernd og þá er það líka hluti af þessum sjónarmiðum. Ég lýsti því til dæmis í ræðu minni að við gengjum sennilega of langt með jarðvarmavirkjunum á Reykjanesi eins og með Sveifluháls (Forseti hringir.) og Eldvörpin. Þeim er sennilega haldið inni í nýtingu vegna þess að við erum að ganga of langt í að færa í bið fullrannsökuð verkefni eins og tvær (Forseti hringir.) efri virkjanir í Þjórsá.