141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[16:37]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Þetta lítur líka þannig út fyrir mér og þess vegna hef ég einmitt verið að kalla eftir því að hæstv. umhverfisráðherra útskýri hvers vegna hún lagði þetta til.

Það kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun varðandi þessar þrjár virkjanir í Þjórsá að varúðarsjónarmiðið ætti klárlega við um Urriðafossvirkjun en um hinar tvær virkjanirnar, eins og hæstv. umhverfisráðherra orðaði það, giltu svona almenn varúðarsjónarmið. Það var eitthvert annað stig. Með tilliti til þessa varúðarsjónarmiðs skilur maður ekkert hvernig stendur á því að farið sé til dæmis með Hverahlíðarvirkjun í nýtingu, miðað við öll þau vandræði sem hafa komið upp við nýtinguna á Hellisheiðinni, en á sama tíma eru Holta- og Hvammsvirkjun teknar úr nýtingarflokki, efri virkjanirnar tvær í neðri hluta Þjórsár. Þess vegna er mjög bagalegt að hæstv. umhverfisráðherra svari þessu ekki. Að mínu viti er meiri akkur í því út frá umhverfislegu sjónarmiði að (Forseti hringir.) að vernda þessi svæði en að (Forseti hringir.) vernda efri hlutann í neðri hluta Þjórsár.