141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir, ég þakka honum andsvarið, að sennilega hefur aldrei verið unnið lengur með fjárlagafrumvarpið, að það hafi verið jafnlengi í meðförum fjárlaganefndar. En ég fullyrði að sjaldan hafi tillögur meiri hluta fjárlaganefndar og ríkisstjórnar hlotið jafnlitla umræðu í fjárlaganefnd og nú gerist. Ég benti á það í ræðu minni að bara þetta stóra mál sem er tugmilljarðaframkvæmd — og í grunninn eru allir sammála um hana en vandræði okkar liggja í því að fjármagna — þetta verkefni um byggingu Landspítalans hlaut enga umræðu í fjárlaganefnd, ekki neina. Þetta eru tugir milljarða. Þetta er tekið út á sólarhring, eftir að málið var tekið úr nefndinni (Forseti hringir.) er það tekið í annað sinn án umræðu, með tugmilljarðaverkefni á dagskrá.