141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

lækningatæki.

67. mál
[11:32]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til breytinga á lögum um lækningatæki en markmið frumvarpsins er að styrkja og efla eftirlit með lækningatækjum á markaði með það að leiðarljósi að öryggis sjúklinga og annarra notenda lækningatækja sé sem best tryggt. Fram hafa komið áhyggjur af tollskrám og eftir eftirgrennslan mína sem formanns nefndarinnar þar sem ég hef farið aftur yfir málið, tel ég fulla ástæðu til að fara yfir það í nefndinni. Við munum því kalla málið til nefndar á milli 2. og 3. umr. að atkvæðagreiðslu lokinni. (BJJ: Ekki veitir af.)