141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

lækningatæki.

67. mál
[11:42]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða sama tölulið sem geymir lista yfir tollskrárnúmerin sem greiða skal þetta eftirlitsgjald af, þ.e. þennan skatt. Hér eru taldir upp allir flokkarnir. Ég átta mig á því að fyrir venjulegan einstakling er þetta ekkert sérlega skemmtilegt aflestrar en þingmenn verða einfaldlega að kafa niður í þessi tollskrárnúmer og kynna sér það sem þar er á ferðinni. Það mun velferðarnefnd gera á milli umræðna. Ég segi nei við þessum lista, hann er ekki í lagi. Hér er ekki á ferðinni lækningatæki í eiginlegri merkingu heldur listi yfir hinar og þessar vörur, m.a. daglegar neysluvörur á flestum íslenskum heimilum eins og bleiur, dömubindi, tíðatappa, tannþráð o.fl.