141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[11:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni held ég að rétt sé að vekja athygli á því — vegna þess að í atkvæðaskýringu var orðin svolítil efnisumræða um málið sem er svo sem ágætt og ágætt að virðulegi forseti leyfi það — að hér er ekki um að ræða, ef einhverjir halda því fram, kostnaðarauka af hálfu ríkisvaldsins. Þetta snýst fyrst og fremst um að færa starfsmenn til sjúkratryggingastofnunar þannig að við getum haft á einum stað alla samninga við heilbrigðisstofnanir, eins og allir þeir aðilar sem unnið hafa að heilbrigðisþjónustu hafa farið fram á og hefur verið mjög góð sátt um af gildum ástæðum. Þarna erum við að læra af nágrannalöndum okkar sem hafa farið þessa leið til að bæta þjónustuna við sjúklingana, þeir séu með samninga og það sé skýrt hver gerir hvað. Núverandi ríkisstjórn er ekki fær um að gera þetta, svo einfalt er það. Jafneinfalt og málið er þá getur þessi hæstv. ríkisstjórn bara ekki gert það.