141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

459. mál
[12:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um framlengingu á svæðisbundinni flutningsjöfnun. Þetta er mjög mikilvægt byggðamál og er til að jafna samkeppnisaðstöðu útflutningsfyrirtækja á landsbyggðinni sem eru langt frá útflutningshöfnum. Ég tel mjög mikilvægt að við höldum áfram á þessari vegferð og styrkjum þetta enn frekar. Þarna hafa bæst við önnur svæði á norðausturhorninu en ég tel mikilvægt að við höldum áfram og komum líka að þessum málum varðandi almenning í landinu varðandi flutningsjöfnun.