141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég vil fá leiðbeiningar um það hvenær ég á að biðja um að ræða um atkvæðagreiðsluna. Ég reyndi að gera það í upphafi en þá var sagt að það væri komin atkvæðagreiðsla. (Gripið fram í.) Ókei.

Ég ætla sem sagt að ræða um 1. gr. Þar er verið að koma á miðstýringu með því að Bændasamtökin fái ákveðið hlutverk, enn aukið hlutverk, og þetta er bæði miðstýring og stofnanagerving á búvörukerfinu og ég get ekki greitt því atkvæði. Ég er á móti því og segi nei.