141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér á að setja upp eina opinbera ríkisleiðbeiningarmiðstöð fyrir bændur og allir bændur eiga að eiga rétt á því að fá leiðbeiningar frá þeirri ágætu miðstýrðu stofnun ríkisins. Þetta er borgað af búvörugjaldinu og sköttum þannig að bæði skattgreiðendur og bændur borga fyrir það og nú skulu blessuðu bændurnir aldeilis fá leiðbeiningar um hvar þeir eigi að beita rollunum sínum.

Ég segi nei við þessu.

(Forseti (ÁÞS): Vill þingmaður þá greiða atkvæði?)