141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:19]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Nei, hann mun ekki gera það með sama hætti. [Hlátur í þingsal.] Ég vil segja strax að ég fagna því (Gripið fram í.) að það skuli vera búið að ná samkomulagi um framlengingu á núverandi búvörusamningi. Ég vek hins vegar athygli á öðru: Þegar síðasti búvörusamningur var gerður, árið 2009, var hann meðal annars gerður í trausti þess að hér yrði verðbólgan hófleg. Þá voru sett inn ákveðin verðtryggingarákvæði sem tóku mið af því. Það var upplýst í atvinnuveganefnd að það hefði leitt til skerðingar á verðbótum til búvörusamningsins sem næmi um 600 millj. kr.

Það er hins vegar gert ráð fyrir því í þessum samningi og því frumvarpi sem hér liggur fyrir að það muni smám saman þurrkast út með því að sú hagræðingarkrafa upp á 1% sem hefur gjarnan verið kölluð Brúnastaðahallinn verði afnumin í nýja samningnum. Það gerir það síðan að verkum að bændur fá þá til baka þessar 600 milljónir sem hæstv. ríkisstjórn neyddi þá til að taka á sig í skerðingum með þessu verðtryggingarákvæði. (Forseti hringir.) Ég fagna því og styð það.