141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að bændur sem lentu í vandræðum og urðu fyrir miklu tjóni í óveðrinu í haust fái bætur eða greiðslumark áfram og beingreiðslur. Ég fékk það upplýst hjá hæstv. ráðherra að það næði líka til bænda sem ekki væru í gæðastýringarkerfi sem er stýrt ofan frá í þessu kerfi.

Í trausti þess sit ég hjá í staðinn fyrir að greiða atkvæði gegn því að vera með þessa miðstýringu.