141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:22]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Það hefur nú gerst í tvígang á þessu kjörtímabili að Samfylkingin hefur stutt búvörusamninga. Það var gert 100% í fyrra skiptið, árið 2009, en í þetta skiptið hafa ýmsir kvarnast úr. Ég legg hér fram tillögu um að fella út fyrirvara sem var settur inn við samningana af hæstv. atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Steingrími J. Sigfússyni og var fyrirvari varðandi inngöngu Ísland í Evrópusambandið.

Í viðræðum við hæstv. ráðherra kom fram að hann teldi það alveg þarflaust og væri á þeirri skoðun að þess þyrfti ekki. Í nefndinni hjá þeim bændum sem skrifuðu undir tvíhliða samninginn kom líka fram að þeir teldu þetta þarflaust. Ég get ekki skilið, herra forseti, að það þurfi að setja fyrirvara í samninga milli tveggja aðila á Íslandi, stjórnvalda annars vegar og atvinnurekenda hins vegar, um eitthvað sem menn ætla aldrei að koma nálægt.

Þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu.