141. löggjafarþing — 57. fundur,  19. des. 2012.

bókasafnalög.

109. mál
[15:04]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst og fremst nota tækifærið og lýsa ánægju minni með að þetta mál sé núna á lokasprettinum. Þetta frumvarp til bókasafnalaga hefur lengi verið í vinnslu, í það lögð mikil vinna og mikið samráð verið haft við fagmenn á þessu sviði þannig að ég lýsi sérstakri ánægju með að Alþingi sé núna að ljúka vinnslu þessa máls.