141. löggjafarþing — 57. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[15:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Bændur Íslands hafa sýnt undanfarna áratugi að þeir búa yfir frumkvæði, dugnaði og áræði og hafa endurtekið gert tilraunir til nýsköpunar í landbúnaði. Ég nefni Beint frá býli, ég nefni að opna býlið fyrir ferðamönnum, ísgerð, ferðaþjónustu o.s.frv. Þeir sýna mjög mikið frumkvæði en rekast alls staðar á veggi í kerfi sem er svo niðurnjörvað að það er með ólíkindum. Ég skora á hv. þingmenn að kynna sér kerfið í kringum landbúnaðinn á Íslandi.

Þeir sem búa við kerfið og hafa gert lengi — það kom í ljós í Sovétríkjunum — vita að það tekur mörg ár og áratugi að venja fólkið við það að hömlurnar séu farnar. Kerfið sem við höfum byggt upp er slæmt fyrir bændur, það er slæmt fyrir neytendur og það er slæmt fyrir skattgreiðendur.

Ég greiði atkvæði gegn þessu, það er verið að framlengja búvörusamninginn og sitthvað fleira í þessu frumvarpi. (Gripið fram í.)