141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:24]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fjárlaganefnd hefur verið kallað eftir áliti efnahags- og viðskiptanefndar um tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. Nú, fimm mínútum áður en kemur að atkvæðagreiðslu (Gripið fram í: Atkvæðagreiðslu?) — það er atkvæðagreiðsla, það er ekki einu sinni umræða — koma fram breytingar frá efnahags- og viðskiptanefnd sem hafa veruleg áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. Þetta eru ekkert annað en forkastanleg vinnubrögð og ríkisstjórninni til skammar. Því miður er það dæmi um það agaleysi sem ríkt hefur í fjárstjórn ríkissjóðs á þessu kjörtímabili. (VigH: Heyr, heyr.)