141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:55]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við þekkjum öll að það hefur verið tímafrekt og talsvert verkefni að takast á við að setja saman fjárlög á þessu kjörtímabil.

Þessi fjárlög einkennast af því að það eru kosningar í vor. Það er eins og menn hafi ekkert lært. Menn tala fyrir einhverjum gæluverkefnum en horfa ekki með opnum augum á það að niðurskurður hjá t.d. löggæslu og í heilbrigðisþjónustunni hefur verið þannig að fyrir löngu er farið yfir sársaukamörk. Menn þurfa að horfast í augu við það.

Menn stæra sig af árangrinum á kjörtímabilinu en það er alveg ljóst að menn hafa ekki náð árangri í verkefnum eins og t.d. að jafna launamun kynjanna. Ég held því að menn ættu að spara þær yfirlýsingar og að hrósa sjálfum sér í þessari pontu.