141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði fengið fjárlagagatið í arf frá síðustu ríkisstjórn. Við skulum bara rifja upp að það var Samfylkingin sem jók ríkisútgjöldin um 20% á árinu 2007 í einhverri mestu þenslu Íslandssögunnar. Það er skiljanlegt að þeir barmi sér yfir þessu.

Ég vil líka segja við hv. þm. Mörð Árnason sem sýnir tillögum Framsóknarflokksins mikinn áhuga að við höfum ítrekað lagt fram okkar tillögur sem hafa miðað að því að vernda velferðarkerfið sem hin svokallaða norræna velferðarstjórn hefur ekki gert. Ég skil vel að hann sé argur og vilji fá vel útfærðar og rökstuddar tillögur eins og við höfum lagt fram allt þetta kjörtímabil. Hins vegar liggur fyrir að óvissan hefur aldrei verið jafnmikil og hún er núna. Það liggur líka fyrir að hér verður halli upp á eina 50 milljarða en ekki þá 4 (Forseti hringir.) sem ríkisstjórnin stærir sig af.