141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:10]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt að það er veruleiki utan þessara sala. Það er veruleiki launafólks á Íslandi, það er veruleiki fólksins sem stendur frammi fyrir því núna að lán þess muni hækka, það er veruleiki kjarasamninganna og það er auðvitað framlag hæstv. atvinnuvegaráðherra inn í þá umræðu alla sem hefur verið mjög til bóta.

Það liggur alveg fyrir að sú tala sem lagt er upp með í þessu frumvarpi mun ekki standa. Það er nóg að horfa á afgreiðsluna á Íbúðalánasjóði og öðrum liðum til að menn sjái að svo er ekki. Það er rangt að tala eins og ríkisstjórnarliðarnir hafa gert hér um þær niðurstöður.

Það mun falla dómur um þessi fjárlög. Það verður dómur þjóðarinnar sem mun gera upp þessi fjárlög að lokum.