141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:22]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að gera tilraun til þess að gefa ríkisstjórnarflokkunum tækifæri til að sjá að sér vegna þeirra ömurlegu vinnubragða sem hafa verið viðhöfð gagnvart ferðaþjónustunni í landinu. Hér er lagt til að sú hækkun sem lögð er á gistingu í landinu verði dregin til baka. Ég segi já.