141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:32]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ríkissjóður hefur í skatttekjur af vaxtagreiðslum til útlanda liðlega 2 milljarða og var ætlunin að falla frá þeim sköttum á næsta ári. Efnahags- og viðskiptanefnd leggur til að aðeins verði fallið frá sköttum á vaxtagreiðslur af lánum sem tekin eru á erlendum mörkuðum til að ívilna atvinnulífinu en áfram verði teknir fjármagnstekjuskattar af vaxtagreiðslum úr landi af öðrum ástæðum. Það skilar ríkissjóði 1,6 milljörðum kr., þessi skattur á vexti úr landi, og þeir eru síðan nýttir til að falla frá öllum þeim verðlagshækkunum sem áformuð voru í frumvarpinu öðrum en á sterkt áfengi og tóbak.