141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er þeim 1,6 milljörðum sem urðu til í síðustu breytingartillögu ráðstafað til að falla frá hækkunum á bensíni, olíu, þungaskatti, bifreiðagjöldum, bjór, léttvíni og útvarpsgjaldi. Það hafa verið kallað jólagjafir í umræðunni eða það að draga eitthvað upp úr hatti sínum og virðast berin hjá stjórnarandstöðunni vera nokkuð súr. Ég held að einu megi gilda hvað menn kalla það. Þetta er jákvætt skref því það dregur úr verðlagsáhrifum frumvarpsins og úr þeim hækkunum sem ella hefðu orðið á skuldum heimilanna um hátt í 2 milljarða kr.