141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:42]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Verið er að taka inn í fjárlög fyrir árið 2013 og lögfesta þann yfirdrátt sem Evrópusambandið fékk frá íslenska ríkinu þegar þessir IPA-styrkir komu til umræðu. Þeir voru ekki lögfestir samkvæmt íslenskum lögum og spurðist ég mjög fyrir um það á sínum tíma. Hér er það að verða að veruleika. Verið er að dæla inn í landið tæpum milljarði af Evrópufé. Ég minni á, því það eru viðhafnar blekkingar um þessa IPA-styrki, að fyrir hverja milljón sem kemur frá Evrópusambandinu í IPA-styrkjum þarf íslenska ríkið að leggja milljón á móti, þetta er það sem er kallað 50/50-reglan. Svona er staðan þannig að talið er að Evrópusambandið komi hingað … (Gripið fram í.) Talað er um að Evrópusambandið (Forseti hringir.) komi einungis með fé inn í íslenskt samfélag en íslenska ríkið þarf að leggja jafnmikið á móti. Ég segi nei nú sem endranær við mútufé Evrópusambandsins.