141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:44]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á liðnum 4.4.1 sem heitir Stimpilgjöld. Það liggur fyrir frumvarp í þinginu sem ekki fæst rætt. Það lá líka fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að hér kæmi fram frumvarp í október um breytingar á stimpilgjöldum vegna athugasemdar ESA. Það hefur ekki komið og það er ljóst þótt dapurt sé að segja það að enn einu sinni svíkur þessi ríkisstjórn gefin loforð.