141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:54]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Öfugt við stjórnarmeirihlutann leggjum við hv. þm. Atli Gíslason til að útgjöld til náms á framhaldsskólastigi fyrir atvinnulaust ungt fólk verði aukin um 60 millj. kr. Meiri hlutinn vill skera þennan lið niður um 440 millj. kr. til að vinna að styttingu framhaldsskólanáms. Markmiðið er að færa framhaldsskólastigið nær því sem gerist í Evrópu. Stytting framhaldsskólanámsins mun hafa í för með sér að fleiri ungmenni koma út á vinnumarkaðinn, en atvinnuleysi meðal ungs fólks er nú 8%. Það er röng stefna og væri nær að auka fjármuni í nám fyrir ungt atvinnulaust fólk.