141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:56]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti Við leggjum samtals til 650 millj. kr. framlag til löggæslu á landinu öllu sem deilt er á lögreglustjóra og sýslumannsembætti vítt og breitt um landið. Það vita allir, sérstaklega landsbyggðarþingmenn, hvernig komið er fyrir löggæslunni t.d. á Selfossi og Húsavík, svo ég nefni bara tvö dæmi, þar sem embættin geta ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum. Smámálin verða út undan.

Um helgar eru örfáir lögreglumenn á vakt í Árnessýslu og einn á Húsavík, á þessum stóru og miklu landsvæðum. Það er óþolandi. Það er nú komið niður fyrir sársaukamörk í þessum embættum og það framlag sem samþykkt hefur verið hér, tillaga um 200 millj. kr., hrekkur engan veginn til.