141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:58]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Hér eru lagðar til viðbótarfjárveitingar, ekki miklar, sem snúa að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, því þjóðarböli sem fer jafnhræðilega með þolendur og raun ber vitni og allir vita. Það hryggir mig enn að félagshyggjufólk meðal stjórnarþingmanna skuli ekki treysta sér til að ljá þessum tiltölulega litlu fjárveitingum lið, en þær geta skipt miklu máli fyrir þau samtök sem þarna eiga í hlut. Ég nefni Aflið á Akureyri, ég nefni UN Women, ég nefni Stígamót og Kvennaathvarfið. Kreppu fylgir aukinn kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi vill gjarnan aukast á krepputímum þar sem fjárhagur heimila er slakur.