141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:01]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Enn flyt ég tillögur í anda samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Skorið hefur verið verulega niður í heilsugæslunni þannig að þar er víða komið undir þolmörk og hefur það bitnað harðast á landsbyggðinni með þeim afleiðingum að niðurskurðurinn hefur að 80% leyti bitnað á konum og niðurskurðurinn hefur að 80% leyti eða um það bil, þetta eru ekki nákvæmar tölur, bitnað á heilsugæslu á landsbyggðinni. Svona gera félagshyggjumenn ekki.